Harry Kane, framherji Bayern Munchen, hefði getað virkjað klásúlu í janúar og farið í sumar fyrir rétta upphæð. Þýska blaðið Bild fjallar um málið.
Kane gekk í raðir Bayern frá Tottenham sumarið 2023 á 100 milljónir punda. Þó hann hafi raðað inn mörkum hafa titlarnir látið á sér standa.
Bild segir frá því að Kane hafi haft tækifæri í janúar til að virkja klásúlu sem gerði honum kleift að fara á 67 milljónir punda næsta sumar.
Næsta janúar getur hann svo virkjað klásúlu ef tilboð berst upp á 54 milljónir punda fyrir sumarið 2026.
Kane og fjölskylda hans eru þó sögð afar sátt í Þýskalandi.