Það eru klásúlur í samningi Harry Kane við FC Bayern sem gera honum kleift að fara aftur til Englands ef hann vill.
Þannig segir Bild frá því í dag að Kane hefði getað farið til Englands í janúar yfrir 67 milljónir punda en slík klásúla var í samningi hans.
Samkvæmt Bild verður klásúlan 54 milljónir punda á næstu leiktíð og ekki ólíklegt að eitthvað af stóru liðum Englands skoði það mál.
Kane er þó samkvæmt Bild mjög ánægður í Þýskalandi þar sem hann er á sínu öðru tímabili, hann og fjölskylda hans hafa komið sér vel fyrir.
Kane er þó með þá hugsun að snáua ftur til Englands þar sem hann vill reyna að bæta markamet Alan Shearer í ensku deildinni.