Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki fullkomlega sáttur með hvernig Kyle Walker fór frá félaginu.
Hinn 34 ára gamli Walker fór frá City eftir sjö og hálft ár í janúarglugganum. Gekk hann í raðir AC Milan á láni með kaupmöguleika og gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Englandsmeistarana.
Walker var ekki lengur með fast sæti í liði Guardiola og vildi spila meira. The Athletic segir hins vegar að spænski stjórinn sé vonsvikinn með að leikmaðurinn hafi rætt við Txiki Begiristain, yfirmann fótboltamála hjá City, um að vilja fara frá félaginu frekar en sig.
Guardiola var vonsvikinn með þetta tiltekna atriði þar sem hann taldi sig eiga frábært samband við Walker eftir tíma þeirra saman á Etihad-leikvanginum.
Guardiola hefur samt sem áður talað ákaflega vel um Walker eftir brottför hans.