fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

433
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 08:30

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glöggir tóku eftir því að eitthvað var breytt á skrifstofu Donald Trump Bandaríkjaforseta í útsendingu vestan hafs.

Trump hefur nefnilega látið setja HM-styttuna glæsilegu fyrir aftan sig, eftirlíkingu af þeirri sem heimsmeistarar í fótbolta fá fjórða hvert ár. Það er fjallað um þetta í erlendum miðlum og er því velt upp hvað á að lesa í þetta.

Breski miðillinn Mirror er á meðal þeirra sem fjalla um málið. Er þar því velt upp hvort Trump gæti verið að senda skilaboð til Mexíkó og Kanada, sem ásamt Bandaríkjunum halda HM karla í fótbolta á næsta ári.

Það er nokkur spenna á milli gestgjafanna þriggja en Trump hefur undanfarið verið í fréttum fyrir að setja auknar tollaálögur á Mexíkó og Kanada.

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um gott samband Trump og Gianni Infantino, forseta FIFA, en sá síðarnefndi mætti til að mynda á innsetningarhátíð Trump á dögunum.

Mirror segir ekki hægt að útiloka að Trump setji pressu á að Bandaríkin haldi HM á næsta ári ein síns liðs, en þegar er ljóst að langflestir leikir fara fram í landinu, þar með talin öll útsláttarkeppnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah grét eftir vonbrigðin í kvöld – Myndir

Salah grét eftir vonbrigðin í kvöld – Myndir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar
433Sport
Í gær

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot
433Sport
Í gær

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng