Trump hefur nefnilega látið setja HM-styttuna glæsilegu fyrir aftan sig, eftirlíkingu af þeirri sem heimsmeistarar í fótbolta fá fjórða hvert ár. Það er fjallað um þetta í erlendum miðlum og er því velt upp hvað á að lesa í þetta.
Breski miðillinn Mirror er á meðal þeirra sem fjalla um málið. Er þar því velt upp hvort Trump gæti verið að senda skilaboð til Mexíkó og Kanada, sem ásamt Bandaríkjunum halda HM karla í fótbolta á næsta ári.
Það er nokkur spenna á milli gestgjafanna þriggja en Trump hefur undanfarið verið í fréttum fyrir að setja auknar tollaálögur á Mexíkó og Kanada.
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um gott samband Trump og Gianni Infantino, forseta FIFA, en sá síðarnefndi mætti til að mynda á innsetningarhátíð Trump á dögunum.
Mirror segir ekki hægt að útiloka að Trump setji pressu á að Bandaríkin haldi HM á næsta ári ein síns liðs, en þegar er ljóst að langflestir leikir fara fram í landinu, þar með talin öll útsláttarkeppnin.