fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, rithöfundur og landsþekktur íþróttamaður, féll frá dögunum frá 85 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Elllert starfaði á árunum 1981-1994 sem ritstjóri DV samhliða Jónasi Kristjánssyni. Geir Þorsteinsson fyrrum formaður KSÍ og félagi Ellerts úr KR minnist hann með fallegum skrifum.

Hann hóf ungur að aldri að æfa knattspyrnu með KR. Hann átti ekki langt að sækja áhugann á fótboltanum, enda faðir hans Björgvin einn af bestu leikmönnum og forystumönnum KR á sínum tíma. Ellert varð 5 sinnum Íslandsmeistari með meistaraflokki: 1959, 1961, 1963, 1965 og 1968. Þá varð hann 7 sinnum bikarmeistari: 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966 og 1967, og er það met sem hann á enn með Bjarna Felixsyni félaga sínum.

Loks lék Ellert 23 A-landsleiki og skoraði í þeim 6 mörk. Hann var fyrirliði 6 sinnum.

Geir minnist félaga sinn í færslu á Facebook og skrifar. „Ellert eða Mr. Schram var þekktur innan fótboltaheimsins langt út fyrir Íslands strendur. Hann var KR-ingur og góður í fótbolta sem markaði lífshlaup hans. Ellert var mikill sómamaður og var fyrir löngu orðinn goðsögn. Ég kynntist Ellerti vel og ætla að minnast hans í fáeinum orðum. Ellert var keppnismaður, glæsilegur á velli og fæddur til forystu. Ég hef notið þeirra gæfu að kynnast flestum bestu fótboltamönnum Íslands síðastliðna áratugi en fáir þeirra hafa búið yfir keppnisskapi sem einna helst mætti rekja til lýsinga af Agli Skallagrímssyni en Ellert var sannarlega einn af þeim. KR hafði Ellert og sigurinn var nánast vís þegar hans naut við,“ skrifar Geir um félaga sinn.

Geir Þorsteinsson.

Ellert lét einnig mjög til sín taka á félagsmálasviðinu hjá íþróttahreyfingunni. Hann var í stjórn knattspyrnudeildar KR 1960 – 1969, þar af sem formaður 1967 – 1969. Formaður Knattspyrnusambands Íslands – KSÍ var hann 1973 – 1989, eða alls í 16 ár. Í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA var hann 1982 – 1986 og 1990 – 1994, þar af sem einn af varaformönnunum 1984 – 1986. Loks var hann forseti Íþrótta- og Ólympíusambandsins 1991 – 2006, eða í alls 15 ár.

„Sakir aldursmunar kynnist ég þessu skapi eingöngu þegar Ellert var hættur ef það er hægt að segja að hann hafi hætt. Það var kallað á hann til að bjarga KR frá falli í einhver skipti en svo kom að því að hann hætti. Hann hélt áfram að leika sér í fótbolta og keppti með KR í old boys eða í firmamótum félagsins. Þá kynnist ég honum í návígi innan vallar. Þvílíkur sigurvilji. Til að veita smá innsýn, sönn saga frá því þegar ég í eitt sinn fékk það hlutverk ungur maður að dæma leik í old boys og Ellert leiddi lið KR út á völlinn á móti Skagamönnum. Hann var enn foringinn í Vesturbænum, fyrirliði, tók fríspörk og stroffí. Markvörður Skagamanna tók í eitt sinn markspyrnu langt fram völlinn inn fyrir vörn KR, sem Ellert stjórnaði. Ellert fór með höndina á loft og hrópaði rangstaða á framherja Skagamanna sem var vel fyrir innan Ellert aftasta mann KR þegar spyrnan var tekin. Framherji Skagamanna var með boltann einn á móti markverði KR en heyrði í Ellerti og gaf bara boltann á markvörð KR. Línuverði brá við hróp Ellerts og lyfti flagginu umsvifalaust á loft. Ég dæmdi ekki neitt enda fékk ég leiðsögn í dómgæslu hjá Guðbirni Jónssyni og Magga Pé. Ellert var ekki hress með dómarann, hvers vegna flautar þú ekki? Ég velti þessu nú aðeins fyrir mér en sagði sem rétt er, það er ekki rangstaða í markspyrnu. Hvenær var því breytt, sagði Ellert hátt og snjallt,“ skrifar Geir um félaga sinn.

Þeir félagar störfuðu svo saman á vettvangi KSÍ. „Ég var heppinn að kynnast leiðtoganum Ellerti náið þegar ég sat eitt ár í varastjórn KSÍ 1986-7. Ellert treysti stjórnarmönnum fyrir verkefnum sem hann fól þeim innan sambandsins og veitti þeim fullan stuðning. Ellert bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda. Forystuhæfileikar Ellerts nutu sín við stjórnarborðið og það var góður andi á fundum en neikvæði og hvers kyns röfl var honum ekki að skapi. Ellert var skemmtilegur stjórnandi, sem kunni betur en flestir að koma fyrir sig orði í ræðu sem riti. Fjármálin voru erfið og Ellert varð að leggja til að KSÍ hætti þátttöku tveggja landsliða í mótum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu sem var afar óvinsæl ákvörðun en nauðsynleg á þeim tíma. Ellert var ábyrgur og KSÍ mátti alls lenda í fjárhagslegum ógöngum á hans vakt.“

Ellert og Ágústa á leik Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM í París 2016.

„Ellert lét af formennsku í KSÍ 1989 eftir 17 ára samfellt starf í því embætti og varð þá gerður að heiðursformanni knattspyrnusambandsins. Eftir að ég tók við sem framkvæmdastjóri KSÍ fór ég aftur að hitta Ellert reglulega og lengstu samverustundirnar voru í útlöndum þar sem hann var fastur gestur á þingum Knattspyrnusambands Evrópu. Ég fann vel hversu mikillar virðingar Ellert naut í evrópskum fótbolta og í reynd vinsælda. Ellerti voru falinn vandasöm verkefni fyrir evrópskan fótbolta sem hann leysti af stakri prýði. Ellert og Gerhard Aigner framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, stundum nefndur herra fótbolti (Mr. Football), voru miklir mátar og naut íslensk knattspyrna þess. Ellert gaf mér góð ráð í þessu alþjóðlega umhverfi fótboltans sem nýttust mér vel og ósjaldan ræddum við saman um félagið okkar, gamla góða KR.“

Þeir félagar áttu svo einnig góðar stundir erlendis saman í tengslum við landslið Íslands. „Það var gaman að njóta þess með Ellerti þegar Ísland komst á EM í Frakklandi og seinna á HM í Rússlandi. Ellert var ávallt hrókur alls fagnaðar þegar slegið var á létta strengi. Hann var að sjálfsögðu í sendisveit KSÍ á þessum merku tímamótum. Það voru góðar stundir og gott að Ellert upplifði að áratuga starf hans hafði skilað góðum árangri. Ellert hafði lagt svo mikið til og gefið svo mikið af sér, nánast tekið við kyndlinum af föður sínum, en saman stýrðu þeir Schram feðgar KSÍ í rúmlega 30 ár. Það er komin kveðjustund, einn af bestu sonum KR er fallinn frá, en ekki bara KR heldur íslenskrar knattspyrnu og í reynd íþrótta á Íslandi. Samúðarkveðjur til fjölskyldu og ættingja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Í gær

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur