Hinn 19 ára gamli Jayden Danns hefur framlengt samning sinn við Liverpool en er farinn á láni til Sunderland.
Danns kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool og hefur komið við sögu í fjórum leikjum aðalliðsins á þessari leiktíð, einn í hverri keppni.
Nú fær sóknarmaðurinn dýrmæta reynslu með Sunderland, sem er í toppbaráttu ensku B-deildarinnar.
Liverpool sér greinilega fyrir sér að hafa notagildi fyrir Danns í framtíðinni því hann skrifaði undir langtímasamning áður en hann hélt til Sunderland.
Jayden Danns has signed a new long-term contract with the Reds and will join Sunderland on Ioan until the end of the season 🔴
Congrats and good luck, Jayden 🙌
— Liverpool FC (@LFC) February 4, 2025