Enska utandeildin (National League) hefur skrifað bréf til liðanna í deildunum fyrir ofan og óskað eftir því að breytt verði um fyrirkomulag er kemur að falli úr D-deild niður í utandeildina sem og liðin sem fara upp í hina áttina.
Sem stendur fara aðeins tvö lið upp úr ensku utandeildinni, þar af eitt í gegnum umspil, og upp í D-deildina (League Two), en þrjú eða fjögur fara upp úr deidunum þar fyrir ofan.
Segja forráðamenn utandeildarinnar að þetta valdi ójafnvægi og færa einnig rök fyrir því að lið sem falli úr D-deildinni myndu með þessu fá aukið tækifæri til að snúa aftur í deildarkeppnina.
Félögin í deildarkeppninni, í B-D deild, þurfa þó að samþykkja breytinguna og eru þau sem eru í neðstu deild ekki öll allt of spennt. Heilt yfir er þó jákvæðni í garð tillögunnar.