Enn eitt bakslagið er komið í endurhæfingu Luke Shaw bakvarðar Mancehster United sem hefur síðustu daga ekki getað æft með liðinu.
Shaw hefur ekki byrjað leik í tæpt ár vegna meiðsla en hefur þrisvar komið inn sem varamaður á þessu tímabili.
Þessi 29 ára gamli leikmaður fékk bakslag í endurhæfingu sína en vonir standa til um að hann geti byrjað að æfa aftur í næstu viku.
Shaw kom sér í gang fyrir Evrópumótið síðasta sumar með Englandi og náði að vera með en síðan þá hefur hann nánast verið meiddur.
Shaw er í hættu á að missa allt traust Ruben Amorim stjóra United sem getur lítið treyst á Shaw.