fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson mun í næsta mánuði velja sinn fyrsta landsliðshóp fyrir verkefni gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Íslands sér í B-deildinni en með tapi fellur liðið niður í C-deild.

Ljóst er að Arnar hefur undanfarin ár yfirleitt spilað með einn framherja en undir það síðasta var Age Hareide farin að spila með tvo framherja.

Líklegt verður að teljast að Arnar muni spila með Orra Stein Óskarsson sem fremsta mann og Albert Guðmundsson fyrir aftan hann.

Hákon Arnar Haraldsson spilar yfirleitt miðsvæðis en ekki er ólíklegt að Arnar muni skoða hann sem kantmann og að hann hafi þá nokkuð frjálst hlutverk.

Arnar gæti gert nokkrar breytingar frá því sem Hareide gerði og gætu Ísak Bergmann Jóhannesson og Mikael Egill Ellertsson fengið stærra hlutverk en báðir eru að spila vel með félagsliði sínu.

Arnar hefur talað um að nýta reynslu eldri manna og gæti horft í það í hjarta varnarinnar og á miðsvæðinu.

Svona gæti byrjunarlið Arnars litið út í næsta mánuði en Gylfi Þór Sigurðsson gæti einnig verið í huga Arnars um að vera í byrjunarliðinu.

Mögulegt byrjunarlið Arnars í næsta mánuði:
Hákon Rafn Valdimarsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Aron Einar Gunnarsson
Sverrir Ingi Ingason
Logi Tómasson

Jóhann Berg Guðmundsson
Ísak Bergmann Jóhannesson

Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Mikael Egill Ellertsson

Orri Steinn Óskarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Söðlar um innan Bestu deildarinnar

Söðlar um innan Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta komu Asensio

Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Skiptir um félag í annað sinn á skömmum tíma

Allt klappað og klárt – Skiptir um félag í annað sinn á skömmum tíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lífvörður Lionel Messi í kröppum dansi í miðjum leik – Sjáðu kostulegt atvik frá helginni

Lífvörður Lionel Messi í kröppum dansi í miðjum leik – Sjáðu kostulegt atvik frá helginni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn