Ef VAR tæknin væri ekki í gangi í ensku úrvalsdeildinni væri Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og með forskot á Liverpool.
Liverpool væri með stigi minna en liðið er með í dag en Arsenal væri með sex stigum meira en raun ber vitni.
Manchester City væri ví vandræðum og langt frá Meistaradeildarsæti ef ekki væri fyrir VAR.
Manchester United væri aðeins ofar í deildinni ef ekki væri fyrir VAR.
Svona væri staðan án VAR í ensku deildinni.