Chelsea staðfesti í dag komu Mathis Amougou frá franska liðinu St. Etienne.
Amougou er aðeins 19 ára gamall en mikið efni og greiðir Chelsea um 12,5 milljónir punda fyrir hann.
Á þessari leiktíð hefur Amougou spilað 17 leiki á miðjunni hjá St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni.
Amougou gerir hvorki meira né minna en átta og hálfs árs samning á Stamford Bridge.
Chelsea is pleased to announce the signing of Saint-Etienne midfielder, Mathis Amougou. 💙 pic.twitter.com/lqeMYWQguE
— Chelsea FC (@ChelseaFC) February 4, 2025