Carlisle United í neðstu deild á Englandi hefur áhuga á því að ráð Steven Gerrard til starfa til að reyna að bjarga liðinu.
Carlisle United ákvað að reka Mike Williamson úr starfi í gær en liðið er í fallsætti í neðstu deild Englands, League Two.
Falli liðið er félagið komið í utandeildinni.
Gerrard hætti störfum í Sádí Arabíu í síðustu viku en hann hafði í átján mánuði stýrt Al-Ettifaq.
Gengi Al-Ettifaq voru mikil vonbrigði undir stjórn Gerrard og hafði verið gríðarleg pressa á honum síðustu vikurnar.
Ólíklegt er að Gerrard hafi áhuga á starfinu hjá Carlisle en félagið ætlar að láta á það reyna.