Graham Potter, stjóri West Ham, fær nú á baukinn frá stuðningsmönnum Chelsea vegna ummæla sinna eftir leik liðanna í gær.
Eins og flestir vita er Potter fyrrum stjóri Chelsea en var rekinn áður en hans fyrsta tímabili við stjórnvölinn lauk, í apríl 2023.
Leik gærdagsins lauk með 2-1 sigri Chelsea, eftir að West Ham hafði komist yfir. Eftir leik sat Potter fyrir svörum fjölmiðlamanna á kunnuglegum stað, fjölmiðlaherberginu á Stamford Bridge.
„Ég hef ekki saknað þess að vera hér,“ sagði Potter eftir að hann gekk inn. Hefur þetta vakið hörð viðbrögð stuðningsmanna Chelsea.
„Við söknum þín ekki heldur,“ sagði einn og fleiri tóku í sama streng. „Tilfinningin er gagnkvæm,“ skrifaði annar.
Graham Potter returns to the press conference room at Stamford Bridge:
"I don't miss being in here!" 😅 pic.twitter.com/AdL9qo2yk3
— Hayters TV (@HaytersTV) February 3, 2025