Nico Williams kantmaður Athletic Bilbao er í forgangi á lista Mikel Arteta stjóra Arsenal fyrir næsta sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá.
Spænski kantmaðurinn var sterklega orðaður við Arsenal í janúar en ekkert varð að því.
Williams er 22 ára gamall og varð að stórstjörnu síðasta sumar þegar hann var lykilmaður í liði Spánar sem varð Evrópumeistari.
Williams er einnig ofarlega á lista Barcelona an Arteta telur að hann sé fullkomin inn í lið Arsenal.
Búast má við að Arsenal fari í það núna að vinna í því að fá Williams fyrir næsta sumar.