Adam Ægir Pálsson hefur yfirgefið ítalska félagið Perugia og er genginn í raðir Novara.
Adam kemur til Novara á láni frá Val, en hann var einnig á láni hjá Perugia fyrir áramót.
Bæði lið spila í ensku C-deildinni, en Adam var dottinn úr liðinu hjá Perugia.
Adam mun leika með Novara á láni út þessa leiktíð og gæti svo farið að félagið kaupi hann endanlega.
Novara er í níunda sæti A-riðils í C-deildinni á Ítalíu, en það gefur sæti í hinu langa og stranga umspili um sæti í B-deildinni.