Axel Disasi er að ganga í raðir Ast0n Villa á láni frá Chelsea samkvæmt helstu miðlum.
Miðvörðurinn er ekki í stóru hlutverki hjá Enzo Maresca á Stamford Bridge og hefur verið sterklega orðaður við brottför undanfarið, til að mynda til Tottenham.
Nú er ljóst að hann er á förum til Villa. Félagið greiðir laun Disasi á meðan hann er þar og kostar lánið í heildina um 5 milljónir punda.
Villa er búið að fara mikinn á markaðnum núna á lokasprettinum. Félagið landaði Marcus Rashford á láni frá Manchester United í gær. Þá er Marco Asensio einnig mættur á láni frá Paris Saint-Germain, en það var staðfest áðan.