Rob Holding varnarmaður Crystal Palace mun líklega skipta um félag í dag en hann fær ekkert að spila hjá félaginu.
Holding hefur verið mikið í fréttum á Íslandi síðustu mánuði en hann og Sveindís Jane Jónsdóttir hófu ástarsamband á síðasta ári.
Sveindís er leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi en Sky Sports segir að Holding gæti farið til Sheffield United í dag.
Sheffield vill fá miðvörð áður en félagaskiptaglugginn lokar og er Holding á blaði hjá þeim.
Holding átti nokkur góð ár hjá Arsenal en fór til Palace þar sem hann hefur ekki fengið mörg tækifæri til að sanna ágæti sitt.