Tímabilið er búið hjá Lisandro Martinez miðverði Manchester United sem meiddist gegn Crystal Palace í gær.
Lisandro meiddist illa á hné og gæti orðið mjög lengi frá.
Argentínski landsliðsmaðurinn var borin af velli sárkvalinn og er sagt að United skoði nú að fá inn hafsent áður en glugginn lokar í kvöld.
Lisandro hefur spilað stórt hlutverk hjá United síðustu ár en verið gjarn á að meiðast í langan tíma.
Ljóst er að hann spilar ekki meira í ár en óvíst er hvort að hann hafi slitið krossband.
🚨 | BREAKING:#mufc fear Lisandro Martinez is out for the remainder of the season with an apparent knee injury.
[Samuel Luckhurst, MEN] pic.twitter.com/FrOGkTZUKA
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 3, 2025