Marco Asensio er formlega genginn í raðir Aston Villa frá Paris Saint-Germain.
Þessi 29 ára gamli leikmaður kemur til Villa á láni út tímabilið og sér enska félagið alfarið um launin hans á meðan.
Asensio hefur mikla reynslu af stóra sviðinu og getur án efa hjálpað Villa í Meistaradeildinni eftir áramót, en liðið er komið í 16-liða úrslit. Spánverjinn hefur unnið keppnina þrisvar sinnum á ferlinum með Real Madrid.
Asensio hefur komið við sögu í 12 leikjum með PSG í Ligue 1 á leiktíðinni en vildi stærra hlutverk.
Aston Villa is delighted to announce the loan signing of three-time Champions League winner Marco Asensio from Paris Saint-Germain. pic.twitter.com/D1fALCklqf
— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 3, 2025