Nýrri kærustu Jude Bellingham, Ashlyn Castro, var komið til varnar af fyrrverandi kærasta sínum í kjölfar ásakanna um framhjáhald.
Á dögunum var greint frá því að Bellingham, sem er leikmaður Real Madrid á Spáni, og Castro væru nýtt par.
Áður en Castro, sem er 21 árs gömul, byrjaði með Bellingham var hún með körfuboltamanninum Terance Mann hjá LA Clippers. Kjaftasögur hafa verið á kreiki um að hún hafi farið að hitta Bellingham áður en sambandi þeirra lauk. Nú hefur Mann sjálfur hins vegar brugðist við því.
„Ég veit ekki af hverju allir eru á baki Ashlyn. Hún er flott og samband okkar gott. Við höfum ekki verið saman lengi og hún er að gera sitt. Leyfið henni það. 90 prósent af því sem ég sé um hana á netinu er rangt. Þetta er klikkað,“ sagði hann.