Stórsigur Arsenal á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær breytir því ekki að Liverpool mun vinna deildina þægilega, samkvæmt Ofurtölvunni geðþekku.
Liverpool er með 6 stiga forskot á Arsenal og á leik til góða. Munu lærisveinar Arne Slot hafna 9 stigum fyrir ofan Arsenal í vor samkvæmt tölvunni.
Þá er því spáð að frábært gengi Nottingham Forest haldi áfram og liðið haldi þriðja sætinu. Manchester City er einnig spáð Meistaradeildarsæti og þá endar Bournemothóvænt í fimmta sæti.
Hörmungar Manchester United munu halda áfram samkvæmt Ofurtölvunni og verður þetta vonbrigðartímabil fyrir Chelsea.
Þá er því spáð að Southampton, Ipswich og Wolves falli. Einn nýliði, Leicester, muni þar með halda sér í deildinni.