Jordan Henderson fyrrum fyrirliði Liverpool og leikmaður Ajax reifst harkalega við hollenskan blaðamann eftir 2-1 sigur liðsins á Feyenoord í gær.
Henderson var nálægt því að ganga til liðs við Monaco í síðustu viku en það gekk ekki upp.
Hollenskir miðlar segja að Henderson hafi viljað fara en hann er ekki sammála þeirri fullyrðingu.
Á fréttamannafundi eftir sigurinn í gær endaði Henderson í hörðum deilum við þann fréttamann sem mest hefur skrifað um málið.
Henderson gaf ekki tommu eftir eins og sjá má hér að neðan.
2 minutes of Jordan Henderson arguing with a Dutch reporter😭😭😭pic.twitter.com/tVKWINXVFQ
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) February 2, 2025