FC Kaupmannahöfn hefur fest kaup á markverðinum Diant Ramaj, en hann kemur á láni frá Dortmund.
Dortmund keypti Ramaj, sem er 23 ára gamall, frá Ajax en lánar hann beint til danska stórliðsins.
Það verður því enn meiri samkeppni um markvarðastöðuna hjá FCK, en Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá félaginu.
Hann gekk í raðir liðsins fyrir ári síðan og samkvæmt fréttum frá Danmörku má hann fara. Félagaskiptaglugginn lokar hins vegar í kvöld.
Rúnar er klárlega ekki inni í myndinni í Kaupmannahöfn, en Nathan Trott og Sander Theo hafa verið að spila á þessari leiktíð. Þá eru Oscar Buur og Guindy Eliot einnig á mála hjá FCK.
Rúnar lék þó æfingaleik FCK gegn Elche í gær.