fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Mikael sakar íslenska fjölmiðla um meðvirkni – Tekur dæmi eftir þáttinn hjá Hödda Magg í gær

433
Mánudaginn 3. febrúar 2025 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA var ekki hrifinn af þeirri umfjöllun sem hann sá um Hákon Rafn Valdimarsson markvörð Brentford eftir leik liðsins gegn Tottenham í gær.

Hákon spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær og byrjaði í 2-0 tapi gegn Tottenham. Rætt hefur verið um að Hákon hefði getað gert betur í báðum mörkunum hjá Tottenham.

„Mér finnst Hákon verið mjög öflugur með íslenska landsliðinu, meðvirknin með honum er mikil. Hann er í markinu hjá Brentford og kominn svona langt, þú ert kominn í þessa deild og þarft að standa þig eins og allir aðrir,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

Getty Images

Mikael horfði á Völlinn á Símanum í gær þar sem farið var yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég horfði í nokkrar mínútur á þáttinn á Sjónvarpi Símans, Hörður Magnússon er góður sjónvarpsmaður. Hann fer að tala um að ætla að sýna tvo frábæra hluti úr fyrri hálfleik hjá Hákoni,“ sagði Mikael sem segist hafa beðið spenntur.

„Fyrri hluturinn var sending og hitt var laust skot af 35 metra færi sem hann varði, svo var farið að afsaka að hann hefði ekki átt að gera betur í fyrsta markinu. Hann varði skot af 35 metra færi í ensku úrvalsdeildinni, hann átti eina frábæra sendingu fram völlinn. Hann fær á sig tvö mörk sem hann hafði getað gert betur í, hann var ekki frábær.“

Mikael sakar íslenska fjölmiðla um meðvirkni með Hákoni og fleiri íslenskum landsliðsmönnum.

„Þetta er ekki bara með Hákon, hann átti bara ekkert sérstakan leik. Flottur markvörður, ég trúi ekki að þessir íslensku strákar sem eru í A-landsliðinu þurfi að fá svona meðvirkni í fjölmiðlum. Ég beið svo spenntur að sjá þessa vörslu, var ekkert annað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford formlega orðinn leikmaður Aston Villa

Rashford formlega orðinn leikmaður Aston Villa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eigandinn þarf að taka ákvörðun ef illa fer í þessum leikjum

Eigandinn þarf að taka ákvörðun ef illa fer í þessum leikjum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim staðfestir að meiðslin séu alvarleg

Amorim staðfestir að meiðslin séu alvarleg
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili