Triestina, sem spilar í ítölsku C-deildinni, hefur staðfest komu Markúsar Páls Ellertssonar til félagsins frá Fram.
Markús er aðeins 18 ára gamall, en hann kom við sögu í sjö leikjum með Fram í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark.
Markús skrifar undir þriggja ára samning við Triestina með möguleika á tveimur árum til viðbótar. Hjá félaginu hittir hann fyrir annan Íslending, hinn 21 árs gamla Kristófer Jónsson.
Markús er yngri bróðir Mikaels Egils Ellertssonar, sem er á mála hjá Venezia en gengur í raðir Genoa í sumar.
L'attaccante Markús Páll Ellertsson firma con la Triestina.
Striker Markús Páll Ellertsson joins Triestina.https://t.co/L2RPgmrEFd pic.twitter.com/WeFbA16whL
— US Triestina Calcio 1918 (@triestina1918) February 3, 2025