Manuel Neuer er búinn að gera nýjan eins árs samning við þýska stórveldið Bayern Munchen.
Samningur Neuer, sem verður 39 ára í vor, átti að renna út eftir leiktíðina en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann verður því fertugur þegar nýr samningur rennur út.
Neuer gekk í raðir Bayern árið 2011 og hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu.
𝑻𝒉𝒆 𝒍𝒆𝒈𝒂𝒄𝒚 𝒄𝒐𝒏𝒕𝒊𝒏𝒖𝒆𝒔 ❤️#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/MrfBTYE2Lg
— FC Bayern München (@FCBayern) February 3, 2025