Ljóst má vera að Ruben Amorim stjóri Manchester United er í stórkostlegum vandræðum með liðið sitt. Hann hefur tapað fimm af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni.
Gengi United hefur versnað frá því að Amorim tók við af Erik ten Hag í nóvember.
Sem dæmi tók það Erik ten Hag 28 heimaleiki að tapa fimm á Old Trafford, Jose Mourinho stýrði United í rúm tvö ár en tapaði ekki fimm heimaleikjum.
Ljóst er að Amorim þarf að finna svörin við vandræðum United fljótlega ef ekki á illa að fara fyrir honum í starfi.
Svona er tölfræðin.