Chelsea vann West Ham í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Jarrod Bowen kom gestunum yfir seint í fyrri hálfleik og leiddu þeir þegar gengið var til búningsherbergja.
Pedro Neto jafnaði fyrir Chelsea á 64. mínútu leiksins og tíu mínútum síðar setti Aaron Wan-Bissaka boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Cole Palmer.
Reyndist það sigurmarkið og lokatölur 2-1.
Chelsea er þar með komið aftur upp fyrir Manchester City og í fjórða sæti deildarinnar, með 43 stig.
West Ham er í fimmtánda sæti með 27 stig.