Það er komið „Here we go“ á félagaskipti Nico González frá Porto til Manchester City. González er á leið til Englands í læknisskoðun.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld en City greiðir 60 milljónir evra fyrir 22 ára miðjumanninn.
Slík klásúla var í samningi González en í stað þess að greiða allt í einni greiðslu þá samdi City við Porto.
City er heldur betur að styrkja liðið sitt sem verið hefur í vandræðum undanfarna mánuði eftir meiðsli Rodri á miðsvæðinu.
González ólst upp hjá Barcelona en fór til Porto þar sem hann hefur sprungið út.
🚨🔵 EXCLUSIVE: Nico González to Manchester City, here we go! 💣
New midfielder for Pep Guardiola as Man City will pay same amount as release clause worth €60m with different structure.
Nico, allowed to travel for medical and contract signing soon.
Exclusive story, confirmed. pic.twitter.com/bLcpUof9Tq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 3, 2025