Marcus Rashford sóknarmaður í eigu Manchester United er klár í að ganga formlega í raðir Aston Villa í sumar.
Rashford var lánaður til Villa í janúar en félagið getur keypt hann í sumar.
Villa þarf að rífa fram 40 milljónir punda til að kaupa Rashford og hann er klár í slaginn.
Rashford er 27 ára gamall og upplifði mjög erfiða tíma hjá United áður en hann fór til Villa.
Hann hefur átt ágætis spretti með Villa undanfarið og er sagður klár í að semja við félagið í sumar.