Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, nýtur sín í botn í MLS-deildinni vestan hafs með Inter Miami.
Messi, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur gert mikið fyrir lið sitt og deildina í heild og segir hana alltaf vera að stækka.
„MLS-deildin er að stækka hratt. Hún er að þróast og bætast mikið. Vonandi heldur það áfram og fleiri fylgja í fótspor Inter Miami,“ segir Messi.
„Mig langaði alltaf að prófa þessa deild. Inter Miami heillaði mig þar sem félagið er alltaf að stækka og bæta sig. Mig langaði að hjálpa þeim að stækka.“
Messi verður samningslaus um næstu áramót.
„Mér líður mjög vel eins og er og nýt ferils míns í botn. Ég nýt þess að vera með liðsfélögum, spila leikina og vera með fjölskyldu og vinum.“