fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
433Sport

Íslenskur landsliðsmaður í fótbolta ætlaði að berja öfluga blaðamanninn – „Það fauk í hann“

433
Föstudaginn 28. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Birgir Gunnarsson hefur um langt skeið starfað sem íþróttafréttamaður og verið farsæll í starfi, hann ræddi tíma sína í hlaðvarpinu Svona var sumarið.

Henry var þar að ræða samskipti við landsliðsþjálfara í fótbolta í gegnum tímana og fór þá að ræða um atvik þar sem hann óttaðist að landsliðsmaður í fótbolta ætlaði að berja sig.

Atvikið átti sér stað fyrir mörgum árum síðan þegar landsliðið gekk í gegnum erfiða tíma.

„Eftirminnilegasta sagan þegar allt var í mesta hundaskítnum, þá var ég búin nokkrum mánuðum áður að biðja um viðtal við ákveðinn leikmann. Hann lofaði að gefa mér það þegar hann kæmi til landsins með landsliðinu,“ sagði Henry Birgir í viðtalinu.

Umræddur leikmaður var mættur til landsins og Henry vildi svör við spurningum sínum. Henry starfaði á DV á þessum tíma þar sem stunduð var hörð en sanngjörn blaðamanneska.

„Ég hafði þá tilfinningu að hann ætlaði ekkert að gefa mér það viðtal, ég bíð því fyrir utan fundarherbergi og hann ætlaði að sjálfsögðu ekkert að gefa mér viðtalið. Ég labba með honum út ganginn með diktafón og hann er á harðahlaupum að reyna að komast undan að lyftunum.“

Þegar þarna var komið sauð allt upp úr, annar leikmaður landsliðsins steig inn í málið. „Þegar við nálgumst lyfturnar þá kemur annar leikmaður landsliðsins og það fauk í hann, ég er frekar rólegur en hann alls ekki rólegur. Ég finn að hann er að gera sig líklegan til að kýla mig á, ég sá fyrir mér forsíðuna daginn eftir að blaðamaður hefði verið kýldur á hóteli landsliðsins.“

Þegar allt var að sjóða upp úr þá birtist sá þriðji. „Þriðji maðurinn kom svo úr lyftunni og það var leikmaður sem ég þekkti mjög vel frá fyrri tíð og heilsaði mér, þá fór loftið úr blöðrunni.“

Henry sagði svo síðar í þættinum að þessu sögu hefði hann aldrei sagt áður en vildi ekki nafngreina leikmennina sem þarna komu við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólgusjór Arsenal farið að pirra menn – Stjörnur liðsins rifust eftir leik í gær

Ólgusjór Arsenal farið að pirra menn – Stjörnur liðsins rifust eftir leik í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja Eið Smára hafa farið í hárígræðslu – Sjáðu afraksturinn

Segja Eið Smára hafa farið í hárígræðslu – Sjáðu afraksturinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maðurinn sem United rak á dögunum ofarlega á blaði Arsenal

Maðurinn sem United rak á dögunum ofarlega á blaði Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Roy Keane sturlaðist af reiði í beinni – Las yfir Bruno Fernandes

Roy Keane sturlaðist af reiði í beinni – Las yfir Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Munu pottþétt selja hinn afar eftirsótta leikmann undir þessum kringumstæðum

Munu pottþétt selja hinn afar eftirsótta leikmann undir þessum kringumstæðum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnús Orri Schram nýr formaður KR

Magnús Orri Schram nýr formaður KR
433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Í gær

Látinn fara vegna ógeðfelldra ummæla í beinni útsendingu – „Myndi frekar negla nagla í gegnum typpið á mér“

Látinn fara vegna ógeðfelldra ummæla í beinni útsendingu – „Myndi frekar negla nagla í gegnum typpið á mér“