fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
433Sport

Ísak fullur þakklætis eftir frábæra mánuði – „Gaf manni bara meiri drifkraft til að ná sínum markmiðum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. febrúar 2025 20:30

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er hæstánægður hjá Dusseldorf, sem spilar í þýsku B-deildinni. Ísak var í viðtali í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Ísak gekk endanlega í raðir Dusseldorf frá FC Kaupmannahöfn fyrir þessa leiktíð, en hann var þar á láni frá danska félaginu á þeirri síðustu. Miðjumaðurinn er kominn með 8 mörk og 6 stoðsendingar í deildinni á þessari leiktíð.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna mína. Þetta er búið að vera eitt mitt besta tímabil á ferlinum hingað til. Ég er mjög ánægður með traustið sem ég er að fá hjá Dusseldorf, búinn að fá næstum því allar mínútur og er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Ísak í Íþróttavikunni.

video
play-sharp-fill

Ísak er í algjöru lykilhluverki hjá Dusseldorf.

„Maður getur alltaf verið vitur eftir á en þetta var mjög gott skref finnst mér. Ég er búinn að vera mjög lengi að spila reglulega á miðjunni, sem er líka gott upp á landsliðið að gera. Það hefur hjálpað mér mikið að þróast og hjálpað mér varnarlega líka.

Þetta er mjög líkamleg deild, mikið af hlaupametrum og einvígum. Mér fannst ég líka þurfa að bæta það. Mér var mikið spilað úti á kanti í Kaupmannahöfn. Ég þurfti að bæta návígin og seinni boltana og svona.“

Það er mikil stemning á leikjum í þýsku B-deildinni, þar sem Dusseldorf er í toppbaráttu. Liðið var grátlega nálægt því að fara upp í fyrra, tapaði í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik umspilsins.

„Ég get bara talað fyrir sjálfan mig en það mótiveraði mig bara og ýtti mér lengra. Maður var svo grátlega nálægt því að komast í Bundesliguna, sem er draumur minn ásamt því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Að vera vítaspyrnu frá því gaf manni bara meiri drifkraft til að ná sínum markmiðum. Mér finnst ég hafa gert það á þessu tímabili, við reynum bara aftur og gerum enn betur.“

Nánar er rætt við Ísak í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær svekktur út í United fyrir að hafa selt þennan leikmann síðasta sumar

Solskjær svekktur út í United fyrir að hafa selt þennan leikmann síðasta sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sögulega mikið tap á rekstri Liverpool á síðustu leiktíð – Klopp fékk væna summu þegar hann hætti

Sögulega mikið tap á rekstri Liverpool á síðustu leiktíð – Klopp fékk væna summu þegar hann hætti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skellir fram samæriskenningu um Bonnie Blue – Telur hana vera að vinna fyrir Zelenskyy

Skellir fram samæriskenningu um Bonnie Blue – Telur hana vera að vinna fyrir Zelenskyy
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Víkingur lánar einn sinn efnilegasta leikmann á Ísafjörð

Víkingur lánar einn sinn efnilegasta leikmann á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Völdu kynþokkafyllsta knattspyrnumann í heimi – Valið kemur á óvart

Völdu kynþokkafyllsta knattspyrnumann í heimi – Valið kemur á óvart
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristoffer Grauberg samdi á Ísafirði

Kristoffer Grauberg samdi á Ísafirði
Hide picture