Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, eins og alla föstudaga á 433.is.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum eins og alltaf og gestur þeirra í setti í dag er Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður RÚV.
Þeir félagar fara yfir helstu fréttir og atburði vikunnar, svosem leiki kvennalandsliðsins, undirbúningstímabilið í íslenska fótboltanum og bikarúrslitahelgina í handboltanum hér heima.
Í síðasta hluta þáttarins bjallar Helgi svo til Þýskalands, nánar til tekið til Dusseldorf þar sem landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er á línunni. Hann er á mála hjá B-deildariði Dusseldorf, sem er í hörkubaráttu um að komast upp í efstu deild Þýskalands og mætir Greuther Furth í mikilvægum leik í kvöld.
Þetta og fleira í þætti dagsins, sem má horfa á í spilaranum hér ofar eða hlusta á hér að neðan, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.