UEFA hefur sett dómarann David Coote í bann til sumarsins 2026 vegna hegðunar hans á Evrópumótinu síðasta sumar þegar hann virtist taka kókaín.
Coote hefur verið settur til hliðar hjá enska sambandinu eftir að myndband af honum að urða yfir Jurgen Klopp og Liverpool fór í loftið.
Skömmu eftir það kom í ljós að Coote hafði verið að taka kókaín á meðan hann var við störf á EM í Þýskalandi.
UEFA segir að Coote hafi brotið reglur UEFA og með því verði hann settur í bann til sumarsins 2026.
Coote kom fyrir stuttu út úr skápnum sem samkynhneigður maður og sagðist hafa verið á slæmum stað andlega þegar hann var inni í skápnum.
David Coote banned from “exercising any UEFA refereeing activity until 30 June 2026”, UEFA says. After "Violating the basic rules of decent conduct" and "bringing the sport of football, and UEFA in particular, into disrepute".
— Henry Winter (@henrywinter) February 28, 2025