Það er ekki búist við öðru en að Manchester City finni sér nýjan markvörð í sumar en frammistaða Ederson hefur dalað.
Ederson er 31 árs gamall og var mjög nálægt því að fara til Sádí Arabíu síðasta sumar.
Í fréttum dagsins segir að City vilji fá Diogo Costa markvörð Porto til félagsins.
Costa er öflugur markvörður sem hefur sannað ágæti sitt með landsliði Portúgals síðustu ár.
Búist er við miklum breytingum hjá City í sumar, margir eldri lykilmenn fari og nýir mæti í þeirra stað.