Matthijs de Ligt varnarmaður Manchester United er á sínu fyrsta tímabili og hefur átt ágætis spretti inni á milli.
Hollenski varnarmaðurinn hefur verið svipað ógnandi og framherjar félagsins.
Það er ekki mikið hrós fyrir De Ligt heldur segir ýmislegt um þá staðreynd hversu mikið United vantar framherja.
Rasmus Hojlund og Jousha Zirkzze hafa báðir átt átta tilraunir á markið á þessu tímabili.
Það er sami fjöldi og varnarmaðurinn De Ligt sem kemst bara nálægt markinu í föstum leikatriðum.
United hefur átt í stökustu vandræðum með að skora á þessu tímabili enda skjóta framherjar liðsins sjaldan á markið.
📊 | Matthijs de Ligt has had the same number of shots on target as Rasmus Højlund and Joshua Zirkzee in the #PL this season (8) ⚽️🇳🇱
[@WhoScored] pic.twitter.com/4umrzrQO2W
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 27, 2025