fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Stjórstjarnan snýr aftur til Íslands

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 16:00

Asmir Begovic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Asmir Begovic, markvörður Everton, snýr aftur til Íslands í sumar og verður með markmannsnamskeið fyrir stráka og stelpur hjá Fram í Úlfarsárdalnum.

Begovic, sem hefur spilað fyrir lið eins og AC milan og Chelsea á ferlinum, kemur hingað til lands ásamt góðu teymi í sumar.

Af heimasíðu Fram
Knattspyrnufélagið Fram býður Asmir Begovic, David Smalley og Jack Hadley – þjálfara Asmir Begovic goalkeeping academy – hjartanlega velkomna aftur á Lambhagavöll FRAM í Úlfarsárdal 31.maí til 1. júní.

Þetta er annað árið í röð sem Fram og Asmir Begovic goalkeeping academy halda markmannsnámskeið fyrir stráka og stelpur í Úlfarsárdalnum, en námskeiðið í fyrra var með eindæmum vel heppnað þar sem mikill fjöldi efnilegra markmanna víðsvegar af landinu æfði undir handleiðslu frábærra þjálfara.

Verð á námskeiðið er 29.500 kr og innifalið er heitur matur í hádeginu og hressing.

Skráning á námskeiðið er á Abler: https://www.abler.io/shop/fram/fotbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzgyMzU=

Þjálfarar í ár verða Asmir Begovic, David Smalley og Jack Hadley, ásamt íslenskum þjálfurum.

Asmir Begovic þarf vart að kynna en hann er í dag á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni. Áður hefur hann spilað með stórliðum á borð við Chelsea, AC Milan, Stoke City og Portsmouth.

David Smalley er núverandi markmannsþjálfari Aldershot Town. Hann er með UEFA A markmannsþjálfaragráðu og spilaði áður sem atvinnumaður hjá Reading og Yeovil Town. Smalley hefur  gegnt sambærilegri stöðu hjá Hampton og Richmond Borough, ásamt því að hafa þjálfað hjá kvennaliði og akademíu Chelsea. Hann er aðalmarkmannsþjálfari í Markmannsakademíu Asmir Begovic.

Jack Hadley er yfirmarkmannsþjálfari í akademíu QPR á Englandi. Hann hefur áður gegnt sambærilegri stöðu hjá Charlton og var í mörg ár þjálfari í unglingastarfi Chelsea.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá steinar@fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Bruno er einstakur leikmaður“

„Bruno er einstakur leikmaður“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikill pirringur innan herbúða Arsenal og stórstjörnur rifust heiftarlega fyrir framan alla í gær – Myndband

Mikill pirringur innan herbúða Arsenal og stórstjörnur rifust heiftarlega fyrir framan alla í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“
433Sport
Í gær

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo
433Sport
Í gær

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum