Það var rætt í hlaðvarpinu Dr. Football að einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands, Eiður Smári Guðjohnsen hefði breytt um kúrs með hárið sitt.
Eiður vakti athygli hjá Símanum um helgina þegar hann var að fara yfir enska boltann en hann er sérfræðingur þeirra um deild þeirra bestu.
Umræðan um hár Eið Smára fór af stað þegar rætt var um Mohamed Salah sem fór í hárígræðslu. „Gæti þetta nýja hár hafa veitt honum þetta sjálfstraust, hann er huggulegri. Heppnaðist mjög vel,“ sagði Hjörvar Hafliðason um hinn magnaða leikmann Liverpool.
Talið barst þá að Eiði og sagt að hann hefði farið í það að láta græða í sig hár.
„Við sáum svona á Íslandi með Eið Smára, hann var ekkert í felum með þetta. Þetta er ekkert vandamál í dag, menn gera bara þetta.“
Eiður Smári hætti sem þjálfari FH sumarið 2022 og hefur síðan þá ekki farið í þjálfaragallann en þar virtist hann finna sig afar vel.