Afar áhugaverða orðróma um áhuga Liverpool á Mason Greenwood má finna í spænskum fjölmiðlum í dag.
Fichajes segir Liverpool hafa áhuga á þessum fyrrum sóknarmanni Manchester United, sem hefur farið á kostum með Marseille í Frakklandi síðan hann var seldur þangað frá Rauðu djöflunum í sumar.
Greenwood er kominn með 14 mörk og 3 stoðsendingar í 23 leikjum Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og líkt og síðasta sumar, eftir gott tímabil með Getafe á láni, er hann orðaður við stórlið í Evrópu.
Barcelona, Bayern Munchen og Juventus hafa verið nefnd til sögunnar en Fichajes heldur því fram að Liverpool sé til í að greiða yfir 60 milljónir punda fyrir að fá Greenwood aftur til Englands.