Heldur óheppilegt atvik átti sér stað í þýska boltanum um helgina en dómari gat ekki dæmt leik eftir að barn beit hann í punginn.
Dómarinn var mættur á völlinn og var að gera allt klárt þegar hann fékk tennurnar í punginn.
Um var að ræða leik á milli FC Taxi Duisburg II og SV Rot-Weiss Mülheim í neðri deildum Þýskalands.
Stefan Kahler dómari var mættur á svæðið og var að fara yfir leikvöllinn og aðbúnað þegar barn hljóp að honum og beit hann.
Um var að ræða barn leikmanns Taxi Duisburg. „Hann nálgaðist mig alltaf og allt í einu beit hann mig í eistað,“ sagði dómarinn.
Leikurinn gat ekki farið fram vegna þess en Kahler var að drepast í pungnum.