David Ornstein blaðamaður The Athletic segir frá því að viðræður séu farnar af stað á milli Neymar og Barcelona um endurkomu hans.
Neymar gekk í raðir Santos í janúar eftir dvöl í Sádí Arabíu þar sem hann sleit krossband og náði ekki flugi.
„Það er ekkert ákveðið en það er draumur hans og samtal við Barcelona er byrjað,“ sagði Ornstein.
„Draumur Neymar er er að vera í geggjuðu formi á HM 2026, að snúa á nýjan og endurbyggðan Nou Camp. Það er hans draumur.“
Neymar fór frá Barcelona sumarið 2017 þegar PSG borgaði 200 milljónir punda fyrir hann, sem er enn í dag metfé fyrir leikmann.