fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Mikill pirringur innan herbúða Arsenal og stórstjörnur rifust heiftarlega fyrir framan alla í gær – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stjörnuleikmenn Arsenal voru sýnilega verulega pirraðir eftir markalaust jafntefli gegn Nottingham Forest.

Ef það var ekki ljóst fyrir gærdaginn að Liverpool yrði Englandsmeistari í vor virðist það orðið algjörlega klárt nú eftir jafntefli Arsenal, en á sama tíma vann Liverpool Newcastle og er með 13 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Sóknarleikur Arsenal í gær var bitlaus, enda liðið að spila án framherja í fjarveru Gabriel Jesus, Kai Havertz og Gabriel Martinelli. Þá er Bukayo Saka enn meiddur. Mikel Merino var uppi á topp í gær og annan leikinn í röð mistókst Arsenal að skora.

Margir stuðningsmenn eru verulega pirraðir á að félagið hafi ekki sótt framherja í félagaskiptaglugganum í janúar en það virðist einnig vera pirringur á meðal leikmanna.

Miðvörðurinn Gabriel og miðjumaðurinn Declan Rice rifust nefnilega nokkuð kröftuglega eftir leik, en myndavélarnar náðu öllu saman.

Því er velt upp hvort það tengist döpru gengi Arsenal undanfarið yfirhöfuð eða slakri aukaspyrnu Rice undir lok leiks.

Dæmi hver fyrir sig, en myndbandið er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hörmungar United settar í samhengi – Svona er staðan eftir að Amorim tók við

Hörmungar United settar í samhengi – Svona er staðan eftir að Amorim tók við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo
433Sport
Í gær

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“
433Sport
Í gær

Útilokar alfarið að þetta geti gerst á Íslandi í sumar

Útilokar alfarið að þetta geti gerst á Íslandi í sumar