Arsenal ætlar sér að ráða yfirmann knattspyrnumála í mars en Edu sagði nokkuð óvænt upp starfi sínu fyrir áramót.
Félagið hefur rætt við nokkra aðila og er með aðra á blaði.
The Athletic segir að Jason Ayto, Dan Ashworth, Andrea Berta, Roberto Olabe og Thiago Scuro séu á blaði.
Nafn Ashworth vekur mesta athygli en hann var rekinn frá Manchester United á dögunum.
Ashworth stoppaði aðeins í nokkra mánuði hjá United en félagið lagði mikið á sig til að fá hann en ákvað fljótlega að reka hann.
🚨 Arsenal aim to appoint new sporting director in March. Jason Ayto, Dan Ashworth, Andrea Berta, Roberto Olabe, Thiago Scuro among names discussed or spoken to. Process ongoing as #AFC whittle down options to interview before final decision @TheAthleticFC https://t.co/mAhcOqflyq
— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2025