Það þurfti að fresta leik FC Taxi II og Rot-Weiss Mulheim III í þýsku neðri deildunum eftir ótrúlegt atvik sem kom upp fyrir leik.
Stefan nokkur Kahler átti að dæma leikinn og var hann að skoða skilríki leikmanna Taxi þegar hann varð fyrir óvenjulegri árás barns leikmanns í liðinu.
„Er ég var að skoða skilríki leikmanna Taxi kom barn sem var að hita upp með þeim upp að mér og skyndilega, mér að óvörum, beit hann fast í vinstra eistað mitt,“ segir í skýrslu Kahler.
„Leikurinn fór því aldrei fram vegna þess sársauka sem ég var í í kjölfarið.“
Leiknum verður nú fundin ný dagsetning.