Óvissa ríkir um framtíð nokkurra leikmenn Liverpool og þar á meðal er miðvörðurinn Ibrahima Konate.
Samningar lykilmannanna Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk eru að renna út í sumar og geta þeir farið frítt ef þeir skrifa ekki undir.
Samningur Konate rennur hins vegar út eftir næstu leiktíð og hingað til hefur hann ekki samþykkt að skrifa undir nýjan samkvæmt fréttum.
The Times segir nú að orðrómar séu komnir á kreik um að bæði Real Madrid og Paris Saint-Germain hafi áhuga á Frakkanum.
Real Madrid hefur verið að horfa í kringum sig í leit að miðverði og er Konate nýjasti maður á blaði þar samkvæmt þessum fréttum.
Þá vill PSG einnig styrkja varnarlínu sína.