Napoli hefur mikinn áhuga á að fá Rasmus Hojlund frá Manchester United. Talksport segir frá þessu.
Danski framherjinn gekk í raðir United frá Atalanta á 72 milljónir punda fyrir síðustu leiktíð en hefur engan veginn staðið undir þeim verðmiða.
Nú er Hojlund orðaður við brottför og vill Napoli fá hann aftur til Ítalíu, þar sem hann heillaði áður.
Félagið er þó ekki til í að borga neitt í líkingu við það sem United greiddi fyrir leikmanninn fyrir tæpum tveimur árum.
United er þá í leit að framherja fyrir sumarið og er Victor Osimhen, leikmaður í eigu Napoli, einmitt orðaður við félagið. Hann er þó á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi sem stendur.