„Geta þeir ekki bara verið í titilbaráttu í sumar?“ spurði Helgi Fannar Sigurðsson, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar á 433.is og átti þar við karlalið KR sem hefur heillað á undirbúningstímabilinu undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Óskar tók við um mitt síðasta sumar, sem var heilt yfir mikil vonbrigði hjá KR, en það mátti merkja bætingar eftir að Óskar tók við. Hrafnkell var þó ekki til í að kvitta undir það að KR gæti strítt Víkingi og Breiðabliki í sumar.
„Nei. Þú sérð hvernig Víkingsliðið er núna og þeir eru ekkert að fara að keppa við þá. Eina liðið sem keppir við þá er Breiðablik,“ sagði hann.
„Gæðin eru bara ekki nógu mikil í leikmannahópnum. Það vantar í hafsentastöðuna, framherja.“
Umræðu um íslenska boltann úr nýjasta þætti Íþróttavikunnar, þar sem Tómas Steindórsson var gestur, má sjá hér að neðan.