Í nýju viðtali við TNT Sport virðist Mohamed Salah vera að undirbúa það að hann sé að fara frítt frá félaginu í sumar þegar samningur hans er á enda.
Orð Salah benda til þess að stutt sé í kveðjustund en hann hefur ekki náð saman við félagið um nýjan samning.
„Ég vil að stuðningsmenn muni að ég gaf allt í þetta fyrir þá,“ sagði Salah í viðtalinu.
Á samfélagsmiðlum má sjá stuðningsmenn Liverpool velta viðtalinu fyrir sér og flestir á því að þetta sé merki um að hann sé að fara.
„Ég gaf allt fyrir borgina, ég var hérna og var ekki latur. Ég naut þess að spila fótbolta og gaf allt í það.“
„Um það snýst Liverpool, þeir gefa þér ást og nánd ef þú gefur allt í leikinn.“
„Ég vil að þeir muni að ég gaf allt í þetta í átta ár.“