Sölvi Ásgeirsson leikmaður Grindavíkur og Guðmar Gauti Sævarsson leikmaður Fylkis eru þessa dagana á reynslu hjá Real Valladolid á Spáni.
Sölvi er fæddur árið 2008 en þeir fóru til félagsins á mánudag.
Real Valladolid sem er staðsett í norðurhluta Spánar er í efstu deild á Spáni.
Einn eigandi félagsins og forseti þess er Ronaldo frá Brasilíu sem var eitt sinn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Báðir eru virkilega efnilegir en Valur reyndi að kaupa Guðmar frá Fylki í vetur.